Fyrirtækjaþjónusta

Íslenskar raflausnir þjóna ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Mikil áhersla er lögð á að forgangsraða til að geta brugðist skjótt við ef þess þarf. Þjónustan felur í sér allt frá almennri raflagnaþjónustu yfir í stýringar á netkerfum og öðrum stýrikerfum bygginga.

Almenn þjónusta fyrir einstaklinga

Í hverri viku sinnum við ýmsum erindum frá einstaklingum sem hafa samband. Allt frá því að setja upp ný borðstofuljós yfir í að taka heilu húsin í gegn.

Við höfum þekkingu á öllum helstu kerfum sem notuð eru í heimahúsum, allt frá stýringu á ljósum yfir í gólfhitastýringar, gluggamótora o.s.fv.

S

  • 696-2244 / 848-7456
  • islraf@islraf.is
  • Íslraf ehf. kt. 500625-0310