Ýmis verkefni

Endurnýjun

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Sumarið 2025 var ráðist í að endurnýja tvær hæðir í einni álmu skólans. Þetta var verk sem þurfti að vinnast hratt yfir sumartímann meðan skólinn var lokaður. Alls voru endurnýjaðar 13 skólastofur og ein FabLab stofa.

Endurnýjun / stækkun

Golfhöllin

Golfhöllin er flottasta golfhermaaðstaða á landinu. Hún er staðsett á Fiskislóð úti á granda. Upphaflega voru 14 trackman golfhermar, eftir stækkun urðu þeir 21 talsins. Einnig eru tvær setustofur með bar, puttsvæði og geymslur fyrir golfsett. Golfhöllin var opnuð árið 2022 og þremur árum síðar var stækkun kláruð. Sjá má nánar á www.golfhollin.is

Nýbygging

Desjamýri

Iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ, opnað í lok sumars 2024. Húsnæðið hefur tíu iðnaðarbil allt upp í 293 fm. Húsið er byggt úr límtré á steypta plötu. All flestar lagnir eru því utanáliggjandi. Hægt er að lesa nánar um húsnæðið á www.desjamyri.is

Nýbygging

Miðhraun

8000 fm iðnaðarhúsnæði í Garðabæ, opnað í lok sumars 2023. Húsnæðið hýsir verslanirnar Bónus og Snúruna og Bústoð ásamt golfhermaaðstöðu á þriðju hæð hússins. Öll jarðhæðin sem snýr til austurs er nýtt sem vörulager.

Endurnýjun / nýtt

BON

Veitingastaður inn á Hótel Von á Laugarvegi. Staðurinn þjónar hótelinu ásamt því að vera vínbar og brasserí. Mikið lagt upp úr hlýlegri og notalegri birtu. Í þessu verkefni var unnið náið með frábærum lýsingarhönnuðum sem höfðu einstaklega gott auga fyrir antik ljósum sem setja sterkan svip á staðinn. Sérstaklega má svo nefna vínskápinn sem er skemmtilega upplýstur. Hægt er að skoða staðinn nánar á www.bonrestaurant.is

Endurnýjun

Hrólfsskálavör

Einbýlishús á Hrólfsskálavör sem var tekið allt í gegn. Allt var endurnýjað og þar með talið rafmagnið. Allar lagnir endurnýjaðar og sett upp heimastjórnarkerfið Free@home frá ABB.

  • 696-2244 / 848-7456
  • islraf@islraf.is
  • Íslraf ehf. kt. 500625-0310